Ást


er unaður fjölbreytilegur


Ég er að fara til Ástralíu
og sé þig aldrei aftur.


Ekki segja þetta, Sandy.


En það er satt.


Þetta var besta sumar ævinnar
og nú fer ég. Ósanngjarnt.


Ekki eyðileggja þetta.
- Ég er að gera það betra.


Eru þetta endalokin?


Auðvitað ekki.


Þetta er bara byrjunin.


Aðalgæinn er mættur,
Vince Fontaine,


dagurinn byrjar og kyrjar
með tónlist... tónlist!


Tíminn líður, skólinn bíður.


Ekki er glóra að slóra,
farið í tíma að ríma.


Byrjum daginn á ljúfum nótum
plötur til taks, ég spila strax.


Lífið er erfitt,
það er alveg rétt


Aðeins með ást og yl


er hægt að taka því létt


Þar með er sagan varla
sögð nema hálf


Við eigum von og trú


Við getum verið við sjálf


Við eigum orð


Þau kalla ástina okkar
vaxtarverk


og vilja aldrei sjá


hvað hún er heit og sterk


En lygin endist illa
og fellur flatt


Því fals er út í hött


Við vitum sjálf hvað er satt


Við eigum orð


Við eigum orð,
annað orð, okkar orð


Það er Grease sem er stíllinn


Grease á sér stað,
á sér stund, á sér tísku


Grease erum við; það er stíllinn


Þau gömlu vita vel
hvað klukkan slær


Öll þeirra boð og bönn


urðu úrelt í gær


Við viljum ekki lifa
lífinu hálf


Við eigum von og trú


Við viljum vera við sjálf


Við eigum orð


Eigum orð,
okkar orð, annað orð


Það er Grease sem er stíllinn


Grease á sér stað,
á sér stund, á sér tísku


Grease erum við;
það er stíllinn


Að lifa lífinu í lygi


Allt undir stjórn


Aldrei í fríi


Er eitthvert vit í því?


Þau gömlu vita vel
hvað klukkan slær


Öll þeirra boð og bönn


urðu úrelt í gær


Við viljum ekki
lifa lífinu hálf


Við eigum von og trú


Við viljum vera við sjálf


Við eigum orð


Eigum orð,
okkar orð, annað orð


Það er Grease sem er stíllinn


Grease á sér stað,
á sér stund, á sér tísku


Grease erum við, það er stíllinn


Við eigum orð,
okkar orð, annað orð


Það er Grease sem er stíllinn


Grease á sér stað,
á sér stund, á sér tísku


Grease erum við, það er stíllinn


Við eigum orð,
okkar orð, annað orð


Ekki borða þetta, hentu því.
- Mamma útbjó nestið mitt.


Reif kerlingin sig upp
til að smyrja?


Alltaf fyrsta skóladaginn.
- Glætan.


Blessaður, Kenickie.
- Hvað segirðu?


Við erum hér.


Hvar varstu í allt sumar?
- Ertu mamma mín?


Ég spurði bara.
- Að vinna sem er meira en þið.


Vinna?
- Já, á lagernum í Bónus.


Flott djobb.
- Þegiðu.


Ég er að safna fyrir kagga.


Vitið þið hvað ég gerði?
- Nei.


Þarna er Danny.


Hafið þið séð nýja kroppa?


Nei, sömu gömlu píurnar
sem allir hafa verið með.


Hvað gerðir þú í sumar?


Ég hélt til á ströndinni.


Það hefur verið erfitt
að verjast píunum þar.


Það eina sem þú þarf að verjast
eru flugurnar.


Var ekki fjör á ströndinni?


Það var geggjað.
- Er það? Æðislegt?


Ég kynntist stelpu.
Hún var fín.


Fékkstu það hjá henni?


Hugsarðu ekki um annað,
Sonny?


Aldrei.


Bíðið þið.


Lít ég vel út, Frenchy?
- Já, mjög vel.


Ég er svo óstyrk.
- Þú lítur æðislega út.


Svo þetta er Rydell-skólinn.
- Já, þú verður hrifin.


Mér leið vel í gamla skólanum.
Ég vildi að ég væri þar.


En ég er vön mótlæti.


Nú? Ertu með sóríasis?


Jæja, mættar aftur.


En efribekkingar í þetta sinn.
- Við stjórnum skólanum.


Ekkert unglingahjal, Jen.


Við erum unglingar.
- Við þurfum ekki að flagga því.


Jæja, stelpur.


Kýlum á það.


Ertu með nýju stundaskrárnar,
Blanche?


Já, frk. McGee,
ég var með þær í höndunum.


Gott, þá eru þær
vel klístraðar.


Hérna, ég vissi
að þær væru hér.


Þetta eru stundaskrárnar
sem við fundum ekki á síðustu önn.


Kannski finnurðu þær nýju
næsta ár.


Ég fæ Kenickie aftur.
- Hann hefur verið hér lengur en ég.


Laxerolían er horfin
strax fyrsta skóladaginn.


Hvað eru margir dagar
í jólafríið?


86.


86?
- Og fækkar.


Get ég hjálpað þér?
- Já, ég er að byrja.


Ég veit ekki hvar ég á að vera.
- Velkomin í Rydell.


Þú þarft að fylla þetta út en...


Hafðu mig afsakaða augnablik.


Ertu með blýant?
- Já, vinan. Hérna.


Ég hef fallið að minnsta kosti
einu sinni hjá öllum kennurunum.


Þú heldur til á teppinu
hjá McGee.


Hún óskar þess að þekkja mig ekki.
- Jæja? Hvað ætlarðu að gera?


Ég tek ekki skömmum frá henni.
Ekki neinum.


Sonny?
- Sæl, frú.


Áttu ekki að vera í tíma?
- Ég ætlaði í göngutúr.


Þú varst að slóra.
- Já, frú.


Þannig byrjar maður ekki nýja önn,
hr. LaTierri.


Kannski kemurðu til ef þú færð
að hreinsa töflupúðana í dag.


Já, frú.


Ætlarðu að standa þarna í allan dag?
- Nei, frú. Já, meina ég.


Hvort er það?
- Nei, frú.


Gott, drífðu þig þá.
- Já, frú.


Gott að hún fór ekki
að skammast, Sonny.


Þú hefðir látið hana heyra það.


Hr. LaTierri.
Já, frú. Nei, frú...


Sæll, Eugene.


Hvað segirðu?


Spaðann, vinur.


Hvað er að?
Þú ert með gleraugu.


Ég er með útbrot.
- En skítt.


Er ég fer um þjóðveg lífsins


Hvaða stefnu sem gæfan
taka mun...


Góðan dag, börnin góð.
Ég býð ykkur velkomin


og þetta verður frábært skólaár.


Á laugardagskvöldið verður
hvatningarfundur og brenna.


Ég vil sjá ykkur öll


til að styðja Calhoun þjálfara
og Rydell-liðið.


Ef þið getið ekki verið í íþróttum
verið þá stuðningsmenn.


Og þá eru það góðu fréttirnar.


Gríðarlega spennandi atburður


gerist í Rydell.


Sjónvarpsþátturinn Dansland


hefur valið Rydell
sem fulltrúa skólanna


og verður með beina útsendingu
frá íþróttasalnum okkar.


Við fáum tækifæri
til að sýna allri þjóðinni


hve greindir, snyrtilegir


og hraustlegir nemendur
Rydell eru.


Sáuð þið Zuko í morgun?


Er hann krúttlegur í ár, Rizz?


Það er liðin tíð.
- Sagan endurtekur sig stundum.


Sælar, stelpur.
- Hæ, Frenchy.


Sestu.
Þetta er Sandy Olsen.


Þetta eru Jan og Marty
og þetta er Rizzo.


Hún var að flytja hingað
frá Sydney í Ástralíu.


Hvernig gengur þar neðra?
- Bara vel.


Ertu með ný gleraugu, Marty?


Já, bara í skólann.
Virðist ég klárari?


Nei, maður sér ennþá framan í þig.


Hvernig líst þér á skólann, Sandy?
- Hann er öðruvísi.


Hæ, stelpur.


Patty Simcox,
arfinn í Rydell.


Fyrsti skóladagurinn er yndislegur.
- Algjört æði.


Getið hvað.
- Gefst upp.


Það var tilnefnt
í nemendaráð.


Hver er tilnefnd varaformaður?
- Hver?


Ég! Er það ekki frábært?


Vægast sagt.
- Heldur betur.


Vonandi stend ég mig vel.


Við óskum þér góðs gengis,
er það ekki?


Ég krossa fingurna.


Auli get ég verið
að kynna mig ekki.


Sæl, ég heiti Patty Simcox.


Velkomin í Rydell.


Kemurðu í klappstýruprófið?
Við verðum vinkonur ævilangt.


Hvernig líst ykkur á Sandy?


Getum við tekið hana
í Bleiku píurnar?


Hún virðist of saklaus
til að vera bleik. - Skrambinn!


Hvað er skítt, títt?


Einn demanturinn
datt í matinn.


Viltu spægipylsu, Kenickie?


Ertu að grínast?
Þá anga ég eins og þú.


Fýlan!


Sjáið þið.


Dömur mínar og herrar,
lambaspörð í skrúðgöngu.


Nú hrasaðirðu ansi laglega.


Hoppaðu heldur í parís,
klaufinn þinn!


Þvílíkur auli!


Sáuð þið nýju stelpuna
í skráningunni?


Slær alveg út
froðugellurnar hér.


Með stærri túttur en Annette?


Engin er með stærri túttur
en Annette.


Sjáið þið.


Hæ, stelpur.


Þú ert fársjúkur fáviti.


Mig langar að heyra
hvað Danny gerði á ströndinni.


Ekkert merkilegt.
- Örugglega ekki, Zuko.


Fékkstu að taka í?
- Svona, út með það.


Hvað gerðirðu í sumar?


Ég var mest á ströndinni.
Ég kynntist strák þar.


Nenntirðu alla leið niður
á strönd út af strák?


Hann var svolítið sérstakur.
- Þeir eru ekki til.


Þetta var svo rómantískt.


Allt saman.


Þið viljið ekki heyra
sóðaleg smáatriði.


Þá það, ég skal segja söguna.


Sumarástin greip mig svo glatt


Sumarástin hreif mig svo hratt


Stelpan lá flöt fyrir mér


Sætari strák hef ég aldrei séð


Sumarstund, sólbað og sund


Ó, svo kom sumarnótt


Segðu frá, segðu frá,
fékkstu að taka aðeins í?


Segðu frá, segðu frá.
- Átti hann fallegan bíl?


Gellan synti, gafst upp hjá mér


Gæinn ýtti óvart við mér


Og ekki brást
hjálpin í neyð


Hann var að slást,
ég varð ekkert reið


Sumarsól, sandur og sjór


Ó, svo kom sumarnótt


Segðu frá, segðu frá
- Varðstu ástfangin strax?


Segðu frá, segðu frá
- Var þá daman til taks?


Ég bauð í keilu, tókum einn leik


Eftir smádeilu bauð hann mér sjeik


Af okkur tveim tók ástin völd


Ég kom heim tíu það kvöld


Sumarflangs, daður og dans


Ó, svo kom sumarnótt


Segðu frá, segðu frá
- Hvernig áttirðu aur?


Segðu frá, segðu frá


Þetta er leiðindagaur


Hann var indæll, hélt hlýtt í hönd


Hún var æði, niðri á strönd


Hann var krútt, jafngamall mér


Þar var ljúft að leika sér


Sumarfrí, hafgolan hlý


Ó, svo kom sumarnótt


Segðu frá, segðu frá
- Keypti hann mat handa þér?


Segðu frá, segðu frá
- Er ekki ein handa mér?


Svo kom haustið,
skildi okkur að


Við yrðum vinir, ég sagði henni það


Við hétum ást, tryggðum og trú


Ég hugsa oft: Hvar er hún nú?


Sumarást


Draumur sem brást


En


sú sumar...


...nótt


Segðu frá, segðu frá


Mér líst vel á hann.


Sönn ást og hann reynir ekki
við þig? Algjör fáviti.


Alls ekki, hann var prúðmenni.


Hvað heitir hann?


Danny. Danny Zuko.


Mér heyrist hann vera stórfínn.


Ef maður trúir á kraftaverk


birtist draumaprinsinn kannski
einhvern daginn.


Alveg óvænt.


Sjáumst seinna.
Komum, stelpur.


Heldurðu það, Frenchy?
- Já.


Við skulum fara í tíma.


Heyrið þið, okkar lið


Rydell gefur engum grið


Þennan leik þú vinna skalt


Rydell sigrar allt, allt, allt


Og nú...


Þögn, takk fyrir.


Þögn, öllsömul. Piltar mínir
og stúlkur, maður dagsins.


Þjálfarinn sem við treystum


til að rífa Rydell upp úr
sjö ára dái,


Calhoun, þjálfarinn okkar.


Hverjir eru bestir?
- Rydell!


Mölum þá, Rydell!


Mig langar að segja ykkur
að þetta verður merkilegt ár.


Því piltarnir mínir
eru tilbúnir


því ég undirbjó þá.


Þeir eru svo vel brýndir
að þeir eru hárbeittir.


Við ætlum ekki bara að vinna.


Við ætlum að verða frægir.
Og þegar þar að kemur


munum við mala þá, mylja þá


og sigra þá!


Við rúllum þeim upp
og rífum þá í okkur!


Svo slátrum við þeim.


Og þegar slátruninni er lokið


komum við aftur hingað
og hringjum sigurbjöllunni.


Eins og okkur hefur alltaf langað.


Sjáið þetta.


Okkar lið, sjáið þið
Túttur hristið að Rydell-sið!


Strákar.


Rólegan æsing.


Passaðu þig, fíflið þitt!


Hvernig líst ykkur á?


Þvílíkt járnarusl.


Bíddu þar til ég sprauta hann
og flikka upp á vélina.


Hann verður meiri háttar.
Ég fer í spyrnu á Þrumuvegi.


Þrumuvegi?
- Já, viltu gera athugasemd?


Ég vil sjá þig glæða
drusluna lífi.


Þú ert að biðja um slag.


Hvað vilja Sporðdrekarnir?
Ekki á sínu svæði.


Ætli þeir vilji læti?
- Þá verðum við til.


Jæja, strákar. Hjólum í þá!


Halló, skvísa.


Hvað ertu að gera?


Takk, Frenchy.
- Ekkert mál.


Þú varst frábær.
- Nei, ég var svo óstyrk.


Splittið var geggjað.
- Hæ, Sandy.


Hæ, Rizz. Hæ, stelpur.
- Við ætlum að koma þér á óvart.


Með hverju?
- Þú sérð það.


Ekki satt?


Leyfðu mér að greiða þér.


Hvert förum við?


Viltu smá varalit?


Ef þú flikkar upp á bílinn
má kela í honum.


Stelpan verður að leyfa það
til að fá að setjast inn.


Það getið þið bókað.


Heyrðu, Zuko.
Ég ætla að koma þér á óvart.


Jæja?


Já.


Sandy!
- Danny?


Hvað ertu að gera hér?
Fórstu ekki til Ástralíu?


Áætlunin breyttist.


Ég trúi...


Frábært, ljúfan. Þú veist hvernig
maður er, alltaf á djamminu.


Danny?
- Ég heiti það, ekki ofnota það.


Hvað er að þér?
- Að mér?


Hvað er að þér?


Hvað varð um Danny Zuko
sem ég kynntist á ströndinni?


Hef ekki hugmynd.
Kannski erum við tveir.


Auglýstu í tapað-fundið...


eða leitaðu á gulu síðunum.
Eða eitthvað.


Þú ert algjör gervigæi.
Ég sé eftir að hafa kynnst þér.


Ætli hún sé með silfurkúlur
á sér?


Svo hún gaf þér auga, Zuko.


Hún gaf honum örugglega
eitthvað fleira.


Ég á bíl, manstu?
- Komdu, Danny.


Hver á aura fyrir bjór?
- Ég stal nafnskírteini bróður míns.


Hann var svo indæll í sumar.


Karlar eru rottur.


Hlustaðu á mig.
Þeir eru flær á rottum.


Verra, þeir eru sníkjudýr
á flóm á rottum.


Of ómerkilegir til að hundar
nenni að bíta þá.


Eini karlinn sem treystandi er á
er pabbi manns.


Þú hefðir gott af því
að vera með okkur stelpunum.


Viltu koma í náttfatapartí
til mín í kvöld?


Gott, þú skemmtir þér.


Sjáið þið Jan.


Burst-a, burst-a, burst-a
með nýju lpana.


Nýja, fína bragðið
er gott fyrir tennurnar.


Burst-a, burst-a, burst-a,
með nýja lpana-tannkreminu.


Burst-a, burst-a, burst-a,
Karíus og Baktus hverfa.


Hratt, hratt, hraðar...


Slökktu á þessu.


Réttið mér stubb.
- Mér líka.


Viltu, Sandy?
- Ég reyki ekki.


Ekki?
- Prófaðu. Það drepur þig ekki.


Ég gleymdi að segja að þú sýgur
ekki ofan í þig nema vera vön.


Ég skal kenna þér frönsku
aðferðina. Hún er æðisleg.


Þetta er það ógeðslegasta
sem ég hef séð.


Strákarnir falla fyrir þessu.
Þannig fékk ég gælunafnið.


Einmitt það.


Hvað segið þið um smá dreitil
til að lífga samkvæmið?


Þetta er innflutt tegund.


Ég kom með kökur.
Viljið þið?


Kökur og vín?
Glæsilegt, Jan.


Hér stendur
að þetta sé líkjör.


Sandy fékk ekkert.


Það er allt í lagi.
- Þú hefur aldrei drukkið.


Ég fékk einu sinni kampavín
í brúðkaupi frænda míns.


Ding-a-ling-bing!


Hvað er að? Við smitum ekki.


Á ég að gera göt
í eyrun á þér, Sandy?


Þegiðu!


Er það ekki stórhættulegt?


Ég kann þetta.
Ég ætla að verða snyrtidama.


Ertu hrædd?
- Nei, alls ekki.


Notaðu næluna mína.
- Hún er þá til einhvers nýt.


Þetta er ekkert sniðugt.
- Ekkert mál.


Pabbi verður brjálaður.


Komdu inn á bað.


Mamma drepur mig
ef það lekur blóð á teppið.


Það blæðir bara pínulítið.
- Mér líður ekki vel.


Engar áhyggjur.
Ef hún klúðrar þessu


greiðir hún yfir eyrun.


Það er kvöl að vera svöl.


Viljið þið ná í klaka
til að deyfa sneplana?


Þú skalt stinga þeim
undir kalda vatnsbunu.


Það er hrollur í mér.


Hvað er þetta?
- Frá Bobby í Kóreu.


Ertu með Kóreubúa?
- Sjóliða, kjáni.


Sjóliða?


Viltu sjá mynd?


Þú sérð um afþreyingu
fyrir allan herinn.


Sandy er veik.


Ég gerði gat á annað,
hún sá blóðið og...


Þú snertir ekki mín.


Þú iðrast þess. Ég fékk inni
í La Cafury snyrtiskólanum.


Hættirðu í Rydell?


Ég lít ekki á það þannig.
Þetta er snjallt skref á ferlinum.


Því er hún rifin í tvennt?
- Gamla kærastan var á henni.


Hér er tannburstinn þinn.


Takk. Fyrirgefið hvað ég
er til mikilla vandræða.


Ekkert mál.


Fröken Sæt-og-fín
er ógeðslega leiðinleg.


Sjáðu ég er Sandra Dee


Af holdsins syndum kvitt og frí


Kýssi ekki pilt
nema löglega gift


svo stillt er Sandra Dee


Passaðu þig.


Ég gæti verið Doris Day


Aldrei sástu hreinni mey


Með siðlátan smekk,
jafnvel Rock Hudson gekk


á vegg hjá Doris Day


Ég smakka aldrei vín
- Nei!


Er svo settleg...


og fín


Á sómann ég set aldrei blett


Taktu lúkuna burt
láttu pilsið mitt kjurt


Ekki káfarðu svona
á Annette?


Hættu nú, Troy Donahue


Hvað þú girnist skil ég nú


Snautaðu heim
þetta er ósvífnin ein


Því hrein er Sandra Dee


Elvis!


Farðu frá


Skelfilegt er kóngsins káf


Snertu ekki á því
sem þú átt ekkert í


Stikkfrí...


ég er Sandra Dee


Ertu að gera grín að mér?


Sumir eru svo viðkvæmir.


Svo fer þig að klæja...
- Þegið þið, hrægammar.


Ég skipti um skoðun. Komum.


Hvað meinarðu?
- Hvað meina ég?


Þeir mega sko ekki koma inn.
- Kallaðu í hana, Botni.


Sandy.
Af hverju ertu Sandy?


Þegiðu og sestu.


Þið dyggðablóðin eruð grautfúl.


Ég skemmti mér á meðan
ég er nógu ung til þess.


Ætlar hún að klifra
niður rennuna?


Sjáið þið, þarna er Rizzo.


Gerirðu þetta án öryggisnets?


Þið eruð fljótir til hjálpar dömu.


Dömu? Ég sé enga dömu.
- Þegiðu!


Hvað er títt, Kenickie?
- Gettu einu sinni.


Þú hefur sitthvað til að bera.
- Þú ættir að vita það.


Hvað segirðu, Zuke?
- Þú ert rosa flott, Rizz.


Enga öfund.
- Ég vil enga afganga.


Á að nota hægri höndina?


Það er skárra en þið fíflin.


Vagninn þinn, frú mín góð.


Ég veit ekki hvað
ég sá við Danny Zuko.


Engar áhyggjur.
Fáðu einn af mínum.


Þeir eru svo margir.
- Ég veit.


Hvernig hefurðu við?
- Ég er frábær pennavinur.


Ég elska þá alla út af lífinu.


Hvað ertu að gera?


Haldið þið
að þetta sé hópreið?


Láttu þig dreyma.


Burt með ykkur.


Þú ert að grínast.


Undir eins!
- Þá það.


Þú minnist okkar í erfðaskránni.


Það er eitthvað að þegar strákur
velur stelpu fram yfir félagana.


Fáum okkur pítsu, strákar.


Má ég fá blað?


Já.


Takk.
- Bíddu.


Það hafa aðrir elskað áður


og aðrir hlotið hjartasár


og aðrir hafa sagt


Þó mun ég alltaf unna þér


Það er víst ekkert vit að vona


og vilja aðeins bíða þín


En eins er einnig víst


að ekkert annað bíður mín


Mín von og þrá er ástin til þín


En nú er fokið í skjól


Ég sé hvergi vonarljós


Því vonin hún brást


Vonin sem er ást mín til þín


Mín von og þrá er ástin til þín


Mín von og þrá er ástin til þín


Ég hugsa að ég


ætti að hætta


En hjartað segir:


"Haltu á"


Ég verð að bíða þín


Ég veit að þú ert ástin mín


Mín von og þrá er ástin til þín


En nú er fokið í skjól


Ég sé hvergi vonarljós


Því vonin hún brást


vonin sem er ást mín til þín


Mín von og þrá er ástin til þín


Mín von og þrá er ástin til þín


Eru bólur að eyðileggja líf þitt?


Lokarðu augunum þegar þú
lítur í spegil? Óttastu ei meir.


Fáðu þér Maskann
sem djúphreinsar húðina


og þurrkar ljótar bólur
og bletti...


Rizz. Rizz.
- Notaðu skírnarnafnið.


Betty.


Betty, Betty.


Ertu með eitthvað?
- Auðvitað.


25 senta tryggingin mín.


Þvílík eyðslukló.


Hvað?
- Hann rifnaði.


Hvernig getur það verið?


Ég keypti hann
þegar ég var í sjöunda bekk.


Til fjandans með það.


Hvað í fjáranum ertu að gera?
- Það er bannað að leggja hérna.


Það er bannað að leggja
alls staðar, bolabítur.


Jæja?
- Já!


Þetta skaltu fá borgað!


Ég borga 75 sent fyrir bílinn,
pían innifalin.


Það þarf bara að rétta beygluna.


Beyglan er ekki vandamálið
heldur þessi kraftlausa vél.


Kjafturinn á þér frekar.
- Hvar færðu blöndung?


Hefurðu heyrt um lán?
- Áttu límband, Kenickie?


Heyrðu góði.
Átt þú bíl?


Ég kann að keyra.
- Jæja? En þú?


Hver, ég?
- Já.


Hvað með Doody?


Ja, ég...
- Grunaði mig.


Þessi bíll gæti orðið
meiri háttar gripur. Sjáið þið.


Þetta er rosatæki.


Tryllitæki.


Öfgatæki.


Gæti orðið Ýkt elding.


Við tökum gamla kaggann
og við tjúnum hann allan upp


Flott kerra, rosaflott kerra


Frá húddi oní skottið verður
boddíið slípað og smurt


Ég næli í seðla,
víst ég næli í seðla


Með átta strokka vél
og með silfurkrómað stél


verður tætt og keyrt og spyrnt,
líka húkkað villt og grimmt


Ýkt elding
- Vá, vá, vá


Vá-vá-vá-vá


Vá! Ýkt elding
Tekur kvartmíluskeiðið með stíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Vá! Ýkt elding
Enginn á eins brjálaðan bíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Við tökum rúnt
með skvísubúnt


Ýkt elding


Vá, vá, vá, vá-vá-vá-vá


Með þrumugóðar græjur og
með fjögra greina flækjupúst


Tryllum við um bæinn, leggjum
alla hina gæjana í rúst


Á hörkuspítti í fimmta gír
heyrist rosaþrumugnýr


Við megum reigja okkur og derra
þetta er þrusu-skruggukerra


Ýkt elding


Vá! Ýkt elding
Tekur kvartmíluskeiðið með stíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Vá! Ýkt elding
Enginn á eins brjálaðan bíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Við tökum rúnt
með skvísubúnt


Ýkt elding
- Vá, vá, vá, vá-vá-vá-vá


Vá! Ýkt elding
Tekur kvartmíluskeiðið með stíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Vá! Ýkt elding
Enginn á eins brjálaðan bíl


Ýkt elding
Vá! Ýkt elding


Við tökum rúnt
með skvísubúnt


Ýkt elding


Áfram strákar.
Drífum í þessu...


Þessir Sporðdrekar
eru til vandræða.


Ertu ennþá skotinn
í stelpunni?


Ertu galinn?
- Nei, ég var bara að hugsa.


Ekki hugsa svona mikið.
- Ekkert mál.


Hæ, strákar.


Kenickie, Zuko.
- Hvað segist?


Fundur er settur.


Ég heyrði að löggan hefði vaktað
Þrumuveg í fyrra.


Öllum var stungið inn.
- Enginn nær Ýktu eldingunni.


Jæja?
- Já.


Er einhver að halda fram hjá þér?
- Bíttu í þig, Rizz.


Með ánægju.


Ég veit ekki með þessar stelpur.
- Þær eru bara nýtilegar til eins.


Hvað gerir maður við þær
hina 23 tímana og 45 mínúturnar?


Tekur það bara korter?


Viltu annað lag?


Já.
- Ég þarf peninga.


Takk.


Ég verð fljótur.


Hæ, Danny!


Ég get ekki spjallað.
- Hvað ertu að gera á eftir?


Ég get ekki spjallað.
- Hringdu í mig.


Sæl, Sandy.
- Sæll.


Hvernig hefurðu það?
- Fínt, takk.


Það er gott.


Mig hefur lengi langað til
að tala við þig.


Um hvað?
- Kvöldið við brennuna.


Ég hagaði mér ógeðslega.


Það var ólíkt mér, þú veist það.


Þetta var auðvitað ég
en samt ekki.


Ég hef vissa ímynd og...


Þess vegna er ég ánægð með
hvað Tom er einföld sál.


Einfaldur er hann
með heilann í vöðvunum.


Ertu afbrýðisamur?


Afbrýðisamur?
Þú ert svei mér fyndin.


Hvað hefur þú gert?


Ég get hlaupið hringi
í kringum þessi fífl.


Ég trúi því þegar ég sé það.


Regla númer eitt:
Hámark tveir pakkar á dag.


Hvernig íþróttum
hefurðu áhuga á?


Hringjunum?


Já, ég setti upp tvo
fyrir hálfum mánuði.


Við byrjum á að breyta þér.


Ég kom til að breytast.


Ég meina fötin.


Augnablik.


Þetta er nýr maður, Danny.
Prófum hann.


Passaðu þig.
- Svona gefið í. Áfram.


Þú átt að dripla.


Hérna, þjálfi.
- Takk, vinur.


Dripla boltanum,
skjóta í körfuna.


Geturðu það?
- Auðvitað!


Allt í fína.
- Hingað, Danny.


Áfram.


Svona, já. Áfram með smjörið!


Náðu honum, Danny.


Hvað gerði ég?


Er hann að grínast?
- Hvert í þreifandi.


Má ég kynna glímufélagann.
Danny, þetta er Andy.


Ertu brjálaður?


Svona, byrjum.
Farið í fyrstu stellingu.


Krjúptu, Danny.


Niður, Andy. Tilbúnir?


Bíddu.


Þú verður að reyna, Danny.


Skiptið um stellingu.
Vertu undir, Andy.


Tilbúnir?


Gefstu upp?
- Já.


Gott.


Hann er kylfingur.


Þér líkar hafnabolti. Þar er ekki
mikil snerting við aðra.


Sjáum hvað þú getur.


Hendið boltanum. Spilum.


Köstum honum út.


Hann hittir ekkert.
- Slær ekki einu sinni.


Vindhögg.
- Hann sveiflar henni ekki.


Hvers konar leikmaður ertu?
Komdu með boltann.


Vindhögg.


Gefið nú í, piltar.
Reyndu að hitta boltann.


Ógilt högg.


Rólega, rólega.
- Komdu bara.


Slepptu kylfunni.


Það eru fleiri greinar
fyrir einfara.


Eins og hvað?
- Hlaup.


Á ég að hlaupa?
- Einmitt.


Eitthvað sem krefst þreks


og úthalds.
Langhlaup til dæmis.


Víðavangshlaup.


Það gæti verið flott.
- Gott.


Er allt í lagi með þig, Danny?


Segðu eitthvað.


Þú verður að tala við mig
eftir framkomuna.


Framkom...?
Ég baðst afsökunar.


Þú talaðir.


Er örugglega allt í lagi?
- Já, fínu lagi.


Ertu enn með pungbindinu þarna?
- Ja...


Ferðu með honum á ballið?
- Það veltur á ýmsu.


Hverju?
- Þér.


Mér?
- Já.


Hann getur farið einn.


Komdu.


Förum eitthvað annað.
- Af hverju?


Við fáum engan frið hérna.


Allt í lagi.


Þú sleist næstum
af mér handlegginn.


Ég vildi ekki missa
af besta borðinu.


Hvað ertu að gera?
- Ég vil bara næði.


Hvað viljið þið?
- Kirsuberjagos.


Danny?
- Ég er ekki svangur.


Láttu mig fá tvöfaldan borgara
með öllu og gos með ís.


Hljómar vel, ég fæ það sama.


Sama? Þú ert lystug.


Þú ert fyndinn.
- Nei, þú.


Hvernig gengur, Zuke? Sætt!
- Hæ, Rizzo. Hvað segirðu gott?


Allt í þessu fína.


Áttu peninga?
Við skiptum einum eskimóa.


Ég er hætt að borga fyrir mig.
- Ætlarðu að hanga mikið heima?


Sælt veri fólkið.
Á einhver 23 sent


til að leggja í hundasleðaís?


Ég veit ekki í hvað aurarnir fara.
10 sent hér, 15 þar.


Eftir smátíma getur Frenchy
boðið okkur öllum út.


Vinnandi stelpa með kaup.


Byrjunarlaunin
eru nú ekkert há.


Meira en við fáum. Upp með budduna.
Ég fæ vasapeninga á föstudaginn.


Færðu vasapeninga?
- Þegar ég er góður strákur.


Hundasleða með fjórum skeiðum,
Viola.


Og eskimóa með hníf.
- Hæ, krakkar.


Hérna, hver taki sitt.


Ég er með ógeðslega
marga sogbletti.


Vertu kát. Sogblettur
frá Kenickie er gæðastimpill.


Maður gefur bara
þá allra bestu.


Svínið þitt.
- Ég dái þig með sóðakjaft.


Foreldrar mínir vilja bjóða þér
í te á sunnudaginn. Viltu koma?


Mér finnst te vont.
- Þú þarft ekki að drekka það.


Mér líkar ekki við foreldra.


Viltu?


Þú ert billeg dama.


Ég meinti það ekki þannig.
- Ég skil.


Þú ert svo skilningsrík.
- Ég er það.


Það er líka heilmikið
undir fitunni.


Takk.
- Ekkert að þakka.


Er búið að bjóða þér á ballið?
- Nei.


Viltu koma?
- Já.


Ég losna aldrei úr skólanum
ef ég læri ekki fyrir algebruprófið.


Þú dast í lukkupottinn
og færð vopnaða fylgd heim.


Ég hef engar áhyggjur af vopnunum.
Frekar lúkunum.


Hún elskar mig.


Kemurðu, French?
- Ég held ekki.


Ég verð aðeins lengur.
- Allt í lagi.


Ég var í megrun í allan dag.
Bakan hennar mömmu er betri.


Viltu smakka sneið?
- Endilega.


Botni.
- Já?


Korter!


Ég hef áhyggjur af ballinu.
Kannski er dansað öðruvísi en heima.


Engar áhyggjur.
Við búum til kengúrudans.


Komum okkur út, Sandy.


Sjáumst seinna.


Bless, Frenchy.
- Sjáumst, Sandy.


Fínt, ég fæ reikninginn aftur.
Láttu mig fá peninga.


Hvað er að þér í kvöld?
Þú ert í meiri háttar fýlu.


Ekki byrja.
- Á ég þá að ljúka þessu?


Ljúktu við þetta!


Til þín frá mér, krækiber.


Fyrirgefðu, French.


Rizzo. Ég vil tala við þig!


Gagnslaust að gráta sjeik.


Þetta er allt í lagi.


Ég er að fara að loka.


Má ég vera aðeins lengur?


Eins og þú vilt.


Vá!
- Hvað?


Mér þykir það leitt en hárið
á þér er eins og páskaegg.


Já.


Ég lenti í smá vandræðum
í litunartímanum.


Ég lenti reyndar í vandræðum
í öllum tímunum.


Snyrtiskólinn er ekki
eins og ég bjóst við.


Ekkert er það.


Ég hætti, Vi.
Hvernig er að vera gengilbeina?


Þú ert of ung til að skilja það.


Kannski gæti ég orðið símadama.


Nei, ég vil ekki vera með þessi
tæki yfir eyrunum.


Bara að ég ætti verndarengil
sem vísaði mér veginn.


Eins og Debbie Reynolds í Tammy.
Hvað finnst þér?


Láttu hann fá símanúmerið mitt
ef þú finnur hann.


Víst ertu hryggðarmynd


þú táningsstúlkukind


sem böggaðir oft
barnaverndarnefnd


Þú ert svo búin á því


að þú segir engum frá því


og átt bara
þitt bleikmálaða bros


Fallisti í fegrun


aldrei færð þú neitt lokapróf


Fallisti í fegrun


við hárþvott og skolun
varstu of sljó


Að þrífa þig og hirða hefði


verið næsta skrefið


fyrst þú fórst með
sand af seðlum í


að lagfæra á þér nefið


Hættu að væla


vísaðu tálvonum á bug


Hvað ertu að pæla?


Þú átt þér draum
en engan dug


Ef þú lýkur þínu prófi


færðu vinnu og launatékk


Hættu að túpera


og sestu á skólabekk


Fallisti í fegrun


sjúskuð og sjoppugelluleg


Fallisti í fegrun


farðu að skilja hvað er að ske


Það er ekkert hægt
að kenna þér


Þú ert svo mikil skella


En þú fengir enga kúnna


nema konan væri mella


Hvað ertu að fara?
- Að fara...


Fegrun er ekkert handa þér


Gleymdu því bara
- Því bara...


Hver biður druslu að greiða sér?


Með krullutopp og veiðilokk


en engan vott af smekk


Hreinsaðu meikið burt


og sestu á skólabekk


Hættu að skrensa


Hafðu mín hollu og góðu ráð


Taktu enga sénsa


eins hefði Kæri Póstur spáð


En nú kveð ég þig
því hefja verð ég


ferð mína á ný


hátt upp til himna
mitt hvíta


englaský


Fallisti í fegrun


Farðu í skólann


Fallisti í fegrun


Farðu í skólann


Fallisti í fegrun


Farðu í skólann


Beygðu þig, Kenickie.
- Hvað eruð þið að gera?


Bremsaðu, maður.
- Já, já!


Við tökum bremsurnar seinna.


Færðu þig, félagi.


Asnar, þetta er öfugt.


Af hvaða bíl stalstu þessu?
- Mömmu þinnar.


Þetta er ótrúlegt.
Sjónvarpað um allt land.


Hvernig gengur?
- Ætlarðu ennþá á ballið?


Ég verð með æðislegustu dömuna.


Æðislegasti viðburðurinn í Rydell
og við höfum enga herra.


En Rudi á Capri-barnum?
- Mér er alvara.


Bara uppástunga.
- Ég hringdi í hann.


Slappaðu af, heppnin snýst
okkur í vil.


Veistu hvað þú ert að gera?


Við. Komdu.


Þú ert fín, Marty.


Hafið mig afsakaða.


Líður þér líka vel?


Þarna er hann. Vince Fontaine.


Ég hef séð þá skárri
á bjórkrúsunum.


Kjaftæði, hann er toppurinn.
- Ef þú vilt gamlingja.


Þetta er svo spennandi.


Þú verður að vingast
við myndatökumanninn.


Þekkirðu hann?
- Hann heitir Ted.


Hvernig lít ég út?


Eins og fallegur,
ljóshærður ananas.


Þið eruð of seinir. Hvar voruð þið?


Rosalega er salurinn flottur.
- Komstu með birgðirnar?


Jæja, krakkar. Stóran hring.


Áfram nú, við förum bráðum
í loftið.


Fyrst verður upphitun
með Johnny Casino og Bröskurunum.


Ó, elskan rokkið verður
eilíft hér, það aldrei hverfa mun


Þannig verður framtíð í
þótt ei ég viti því


Sama er mér um blaður allt
rokkið, það er ekki falt


Sama er oss um blaður allt
rokkið, það er ekki falt


Allir rokka með
Allir rokka með


Allir rokka með
Allir rokka með


Áfram


Allir rokka með


Ef þú rokkar ekki með
veistu ei hvers þú saknar


Ef þér dansinn líkar hér
komdu er þú vaknar


Nú skemmta okkur skulum vel


Allir rokka með í nótt


Hvað heita þau?
- Fred og Ginger.


Fred og Ginger.


Vonandi verð ég ekki feimin.
- Nei, nei, við stöndum okkur.


Er það?
- Engar áhyggjur.


Gott, komdu nú.


Hvaða lag er útvarpinu í?


Því vagga ég mér svona eftir því?


Aldrei hef ég lagið áður heyrt


Það örugglega hefði engu eirt...


Leyfðu mér að stjórna núna.


Ég er svo vön að stjórna.


Þá það.


Geturðu ekki snúið mér
eða eitthvað, Doody?


Ekki tala, Frenchy.
Ég er að telja.


Ó, sönglagið


það er rosa gott


Ó, sönglagið
það segir nafnið þitt flott...


Hefurðu íhugað
að verða atvinnusöngvari?


Komdu til mín


Gerðu það...
- Heyrðu, Zuko!


Má ég kynna
Cha Cha DiGregorio.


Hvernig hefurðu það, elskan?
- Fínt.


Hver er hún?


Ég er kölluð Cha Cha því ég er besti
dansarinn í kaþólska skólanum.


Með versta mannorðið.


Komdu, Sandy.


Hver er þessi stelpa?
- Bara stelpa sem ég þekki.


Hæ.


Ég er Vince Fontaine.


Vita foreldrar þínir
að ég kem til þín á hverju kvöldi?


Í sjónvarpinu.


Ég dæmi danskeppnina.


Ég keppi ekki í henni.


Svona flott pía?
Hvað heitirðu?


Marty.
- Marty hvað?


Maraschino. Borið fram tsj.


Hvað ertu að gera?
- Þvo mér um hendur.


Þú manst ekki eftir mér


En ég man eftir þér


Það ekki er langt síðan


þú kramdir hjarta mitt


Ég græt oní koddann


Hjartað í kvöl


Já, vegna þín...


Hvernig þekkirðu hana?


Hún er gamall fjölskylduvinur.


Ást er ekkert grín


Þegar eina ástin finnst...


Er ekki gaman að koma aftur?
- Jú.


Svo skemmta ljóskur sér betur.


Ef byrjað gætum nýtt


Ég hika ekki mun...


Fæturnir verða stjórnlausir
þegar ég heyri tónlist.


Hún heldur sig vera Glingló.
- Uss, Sonny.


Hjartað í kvöl


Vegna þín...


Rydell-hvatningin!


Þegar þið eruð búin...


verðið þið fegin að heyra
að ég dæmi ekki í keppninni.


Við skulum klappa duglega


fyrir Patty Simcox, Eugene Felznik
og nefndinni


fyrir fallegar skreytingar.


Húrra fyrir klósettpappírnum.


Eftir smástund mun öll þjóðin
fylgjast með Rydell-skólanum,


Guð sé oss næstur, og ég vil
að þið hagið ykkur vel.


Ekki bíta bossa.


Hér er hann,


tónlistarkóngurinn,


Vince Fontaine.


Vince Fontaine?


Það er æðislegt að koma í Rydell.


Hvað heitirðu, ljúfan?


Og þá eru það reglurnar.


Regla númer eitt:
Öll pör verða piltur og stúlka.


Skítt, Eugene.


Svona, svona. Nóg komið.


Regla númer tvö:
Ef klappað er á öxlina á ykkur


á meðan á keppninni stendur
farið þið af dansgólfinu.


Regla númer þrjú:
Þeir sem sýna ósmekklegar


eða dónalegar hreyfingar
verða dæmdir úr leik.


Þá verðum við ekki með.


Engan sóðaskap, takk fyrir.


20 sekúndur.


Takk, vinir og aðdáendur.
Nokkur góð ráð.


Þið eruð bestu vinir mínir.


Til að líta vel út í keppninni
er um að gera að skemmta sér.


Gleymið myndavélinni, dansið


og sýnið hvað þið eruð flink.
Haldið bara áfram að dansa.


Ef ég klappa á öxl farið þið frá
og leyfið hinum að klára.


Tíu sekúndur, níu, átta,


sjö, sex, fimm, fjórar,


þrjár, tvær, ein, í loftið!


Velkomin í þáttinn sem sýndur
er beint frá Rydell-skólanum.


Þetta er það sem þið biðuð eftir,
danskeppnin.


Og við byrjum með Johnny Casino
og Bröskurunum.


Þú ert ekkert nema auli


Vælir sí og æ


Þú ert ekkert nema auli


Vælir sí og æ


Þú aldrei veiðir kanínur
og ert ekki vinur minn...


Sjáðu, þarna er myndavélin.


Þarna eru Botni og Jan.


Hreinræktaður þóttist
lygin ein það var


Hreinræktaður þóttist
lygin ein það var


Þú aldrei veiðir kanínur...


Þarna eru Danny og Sandy.


Þú ert ekkert nema auli


Vælir sí og æ


Vælir sí og æ


Þú aldrei veiðir kanínur
og ert ei vinur minn...


Og atburðurinn sem allir
bíða eftir, danskeppnin.


Heppið par f ær æðisleg verðlaun.


Ekki vera spæld þótt ég sparki
ykkur út því sigur skiptir engu


heldur hvað þið gerið
við dansskóna.


Þekkja allir Marty?


Greiðið nú úr flækjuf ótunum,
æðið fram á völlinn og byrjið!


Þetta átti ekki að gerast!


Áfram nú, hand-djæfum!


Ég skreið í þennan heim
um miðja nótt


Þeim sem voru við var ekki rótt


Pabba gamla rak í rogastans


Rektu stelpuna í rauða kjólnum
og gæjann út.


Læknir og ljósa urðu alveg æf


Mamma gamla átti hand-djæf


Þótti nokkuð laginn
að mjólka kýr


og liðugri en bæði fólk og dýr


Við viðarhöggið
tók ég flókin spor


Hristi mig og skók
um haust og vor


Öllum þótti sú íþrótt kræf


eins og ég væri fæddur
í hand-djæf


Flott splitt, vinur.


Áfram, áfram.


Hrista.


Skekja.


Það var lagið!


Allir!
Fæddur hand-djæf gæi


Fæddur hand-djæf gæi


Áfram nú.


Hættið þessu!
Hvað á þetta að þýða?


Hrista meira!


Tvista!


Náið þessu!


Hve lágt leggstu nú?


Hve lágt leggstu nú?


Hve lágt leggstu nú?


Svona, já!


Svona nú, hand-djæf!


Það var lagið!


Áfram, ljúfan!


Áfram!


Þetta er stórkostlegt hand-djæf!


Jæja, upp með það núna!


Hærra!


Hærra!


Hærra og hærra!


Færðu ekki hand-djæf æði?


Færðu ekki hand-djæf æði?


Fæddur hand-djæf gæi!


Ó, já!


Hér eru sigurvegararnir.


Komið hingað upp.


Hvað heitið þið?
- Cha Cha DiGregorio og Danny Zuko.


Gerum það núna.
- Hvar er Marty?


Hún er í góðum höndum.
- Höndum hvers?


Horfum nú á vinningshafana
í sigurdansinum.


Máninn blár
- Blár, blár, máninn blár


Þú sást mig einan í gær


Með sorg í hjarta og sál


Mig elskaði enginn í gær...


Tilbúnir?
Einn, tveir og þrír.


Máninn blár...


Hver er þetta hægra megin?


Við eigum myndir
af beru rössunum.


Þótt þetta séu ekki andlit ykkar
getum við borið kennsl á ykkur.


Á þessari stundu eru myndirnar
á leið til Washington


þar sem sérfræðingar FBI
rannsaka þær.


Ef þið gefið ykkur fram strax
gætuð þið sloppið við kæru.


ÞAÐ SKRÍÐUR!


ÞAÐ LÆÐIST!


ÞAÐ ÉTUR ÞIG LIFANDI!


HLAUPTU - EKKI GANGA


ÚT AF "KLESSUNNl"


Passaðu krumlurnar, Doody.
Út.


Mér líður eins og kjötbollu.


Finnum stelpurnar.


Geymdu peningana mína
svo ég fái mér ekki nammi.


Ég er ekki svöng.
- Hvað segið þið?


Það er enginn hérna.


Gerðu það, Sandy.
Ég baðst afsökunar.


Ég veit það.
- Trúirðu mér ekki?


Jú, en ég held samt að þið
Cha Cha hafið verið par.


Við vorum ekki par.
Við vorum bara saman.


Það er það sama.
- Nei.


Fyrirgefðu.


Viltu ganga með hringinn minn?


Ég er orðlaus, Danny.


Segðu já.
- Já.


Þetta er mér svo mikils virði
því nú veit ég að þú virðir mig.


Passaðu þig.


Hvað er að þér í kvöld?
- Mér líður eins og gallagrip.


Ég er komin fram yfir.
- Ertu kannski ó-I.?


Ég veit það ekki.


Var það Kenickie?
- Nei, þú þekkir hann ekki.


Þetta er allt í lagi.


Ég kom að Vince Fontaine að lauma
aspiríni í kókið mitt á ballinu.


Þú segir engum, Marty.
- Ég tek þetta með mér í gröfina.


Hleypið okkur í gegn.
Hér er kona með barni.


Hvað er títt?


Rizzo er ólétt.


Rizzo er með barn í maganum.


Rizzo er ófrísk.


Ég frétti að þú færir ófrísk.


Er það?
Flýgur fiskisagan.


Því sagðirðu mér það ekki?


Kemur þér það við?


Ég gæti kannski gert eitthvað.
- Þú gerðir nóg.


Ég sting ekki af
frá mistökum mínum.


Engar áhyggjur, Kenickie.
Þetta eru annars manns mistök.


Þakka þér kærlega fyrir.


Ekkert að þakka.


Ertu að kvefast?


Nei, þetta er bara ryk.


Hvað ertu að gera?


Það er enginn að horfa.


Sestu upp.
- Hvað er að þér?


Ég hélt ég væri þér einhvers virði.


Ég verð ekki í þessum syndabíl.
Taktu þetta drasl!


Maður gengur ekki út
úr bílabíói!


Einn í bílabíó


Einn eins og flón


Strákarnir senda


mér stríðnistón


Sandy


Pældu í því


hvað ég sakna þín


Ástin mín


sem aldrei dvín


var ást við fyrstu sýn


Ég stend hér


Leita að þér


og skil ekkert í því


að þú fórst frá mér


Ó, Sandy


Ó, Sandy


Hver veit


Kannski


kemur önnur tíð


Kannski, framtíð


fögur, ljúf og blíð


Um aldur


og ævi


við eigum okkar líf


Ef þú verður hér


Ó, Sandy


Elsku Sandy mín


Þú særðir mig illa


Það veistu


En ég segi það alveg satt...


að án þín er ég ómögulegur


Ég stend hér


leita að þér


Ég skil ekkert í því


að þú fórst frá mér


Ó, Sandy


Af hverju?


Ó, Sandy!


Út með hann, strákar.


Druslan skánaði heilmikið.


Jafnflottur og þýfið á honum.
- Við stálum ekki öllu.


Sumt var gefið.
- Svo förum við á Þrumuveg.


Þú getur ennþá
skipt um skoðun.


Fáninn fellur eftir þrjá tíma.
- Og Ýkta eldingin flýgur.


Kemurðu? -Stákarnir mínir
valda mér ekki vonbrigðum


og ég ekki þeim.


Talaðu við mig.


Strákarnir á Þrumuvegi
eru ekki að leika sér.


Viltu að ég hætti við?


Nei, ég sagði það ekki.
Ég bara...


Þú veist hvað ég meina.


Við höfum verið vinir lengi.


Manstu í bílabíóinu
þarna um kvöldið?


Myndin um einvígið þar sem
besti vinurinn fór með honum


sem aðstoðarmaður eða vottur?


Já, og?


Viltu vera aðstoðarmaður minn
á Þrumuvegi?


Viltu að ég keyri með þér?


Ég sæki þig klukkan þrjú.


Opnaðu dyrnar.
Hvað eruð þið að slóra?


Taktu dósina af húddinu,
fíflið þitt.


Halló, Rizz.
Ætlarðu á Þrumuveg?


Ekki smuga.


Ég verð að fara
til að tala við Danny.


Hann sér þig ekki
nema með hjól og vél.


Við höfum ekki verið vinkonur
en ef ég get gert eitthvað...


Ég get séð um mig sjálf
og þá sem eiga leið um.


Heldurðu að ég viti ekki
hvernig er talað um mig?


Takk.


Þetta er sú
sem ég sagði ykkur frá.


Ég sé aldrei eftir því


að hafa stundað kelirí


Kannski er sagt um mig á bak:


Hún er gála, þetta hrak


En hvað sem kjaftað er um það


þá er margt til verra en það


Ég gæti daðrað út um allt


Látið eins og allt sé falt


Þrýst mér þétt í vangadans


Æst og kitlað vonir hans


Spælt svo gæjann strax í spað


Aldrei myndi ég gera það


Ef ég biði hófadyns


uns mér birtist draumaprins


Sturtan kalda biði mín


Ég ætti eymdarlíf


sem ekkert vit er í


Ég verð aldrei beisk og reið


Ógnargrimm af tómri neyð


En ég get samt orðið sár


Ég finn til, ég felli tár


Tár sem enginn fær að sjá


Ef þú yrðir vitni að því


Ég sæi alltaf


eftir því


Haldið þið að hann vinni?
- Hvort við gerum.


Það þarf meira en lakkdrullu
á Þrumuvegi.


Jæja?
- Ætlið þið að skipta um skoðun?


Ekki glæta.
- Gott, því við keppum upp á bleikt.


Bleikt?


Bleika afritið.
Afsalið.


Slakaðu á.
Ég sé um þetta.


Sáuð þið gæjann.


Hvað lét hún hann fá?
- Hárlok... af bringunni.


Aumingja Kenickie.


Finnir smáaur, taktu hann þá
lánið við þig leikur, já.


Fáðu mér þetta.


Ef hann væri í betra ásigkomulagi
myndi hann fljúga.


Hann gerir það.
- Hérna er happapeningur.


Takk.


Fyrirgefðu.
- Ég næ í hann.


Klaufinn þinn!


Setjið þetta undir höfuðið.


Hann er steinrotaður.
- Hvað gerum við?


Kenickie. Segðu eitthvað.


Ert allt í lagi?


Já, auðvitað.


Góðu lagi.


Þú getur ekki keyrt.
- Það er allt í lagi með mig.


Ég sé bara tvöfalt.


Á ég að keyra fyrir þig?


Já.


Hjálpum honum á fætur.


Hjálpaðu mér, Marty.


Reglurnar eru
að það eru engar reglur.


Að annarri brú og til baka.
Sá sem nær því fyrstur vinnur.


Áfram, vinur.


Þú sérð mig ekki fyrir ryki.


Áfram, elskan.


Því hann er ágætur strákur
Því hann er ágætur strákur


Því hann er ágætur strákur
Því neitar ekki neinn


Á ég þá


að trúa því


Er þetta allt


sem í mér býr?


Hlýðin og fríð


en svo kvíðin og stíf


Svolítil Sandra Dee


Danny vann.


Er það ekki frábært?
- Jú.


Hvað er að? Ertu ekki ánægð?


Eiginlega ekki en ég veit hvernig
ég verð það. Viltu hjálpa mér?


Auðvitað.
- Má ég koma heim til þín?


Auðvitað. Komdu.


Sandy, þú mátt breyta til


Segðu hátt: Ég ræð, ég vil


Segðu það hér


Ég vil vera með...
- Komdu, Sandy.


Ég kveð þig


Sandra Dee


Takið eftir, eldribekkingar.


Áður en gleðin tekur völd
í lífi ykkar


vona ég að árin hér
í Rydell-skólanum


hafi búið ykkur
undir verkefnin fram undan.


Meðal ykkar gæti verið
Eleanor Roosevelt framtíðarinnar


eða Rosemary Clooney.


Og meðal ungu mannanna
gæti verið


Joe DiMaggio,
Eisenhower forseti


eða jafnvel Nixon varaforseti.


En þið hafið alltaf yndislegar
minningar frá Rydell.


Rydell að eilífu.
Góða ferð.


Hættu að hrína, Blanche.


Hvað marga?
- Einn.


Ég trúi þessu ekki.


Féllstu í leikfimi?


Var ég í leikfimi?


Komið hingað!
Málefnið er frábært.


Eftirlaunasjóður kennara.
Skellið einni framan í þá.


Hvernig gastu fellt okkur?


Engar áhyggjur, þið náið
ef þið komið í sumarskólann.


Sumarskólann?
- Passaðu þig!


Ef þú hefðir mætt í tíma
hefðirðu hitt mig.


Kjafturinn á honum.
Hérna, þjálfi!


Þú gætir ekki kastað eina lotu.


Hvað heitirðu? Ég vil fá þig.
- Eugene.


Þú ert frábær kastari.
- Takk.


Komdu niður. Þú ert vanfær.


Það var ástæðulaus ótti.
Ég er ekki ólétt.


Ég geri þig að heiðvirðri konu.


Ef þú ert að reyna við mig
bít ég ekki á agnið.


Þetta er tilboð í góðri trú.


Það er hvorki tunglskin
né rósir en...


Þarna er Zuko.
- Ertu að grínast, maður?


Er komin hrekkjavaka?
- Hvar stalstu peysunni?


Þegar þið voruð að stela hjólkoppum
gerðist ég topphlaupari.


Ég trúi þessu ekki.
Danny Zuko íþróttakappi?


Stendur heima, það er ég.
- Ertu að yfirgefa okkur?


Þið verðið að læra
að standa á eigin fótum.


Þið eruð mér mikils virði
en það er Sandy líka.


Ég geri allt sem ég get
til að krækja í hana.


Sandy?


Mig grunar það, foli.


Um mig fer


skjálftaflaumur


Og ég fríka allur út


Af þér stendur


orkustraumur


Roknarafmagnsstraumur


Taktu þér tak


Því ég þrái mann


Mann í takt við hjarta mitt


Já, taktu þér tak


Ég finn að þú ert hann


Hjartað heimtar alltaf sitt


Ég er í takt,
ég er í takt við hjarta þitt


Ég ætla að næla í þig
- Ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Þú ert sá


sem ég vil fá


HÆTTA FRAM UNDAN


Áttu bágt með að tjá það


hvað þín ástríða er heit


Láttu hjartað þá ráða


Það finnur leið


Nú tek ég mér tak


Því þú þráir mann...
- Ég þrái mann...


Mann sem sparar ekki sitt


Nú tek ég mér tak


Til að tryggja það
- Þú tryggir það


Að ég fái alltaf mitt


Er ég í takt?
- Þú ert í takt við hjarta mitt


Ég ætla að næla í þig
- Ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Þú ert sá


Sem ég vil fá


Ég ætla að næla í þig
- Ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Þú ert sá


Sem ég vil fá


Ég ætla að næla í þig
- Ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Þú ert sá


Sem ég vil fá


Ég ætla að næla í þig
- Ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Elskan


Ætla að næla í þig
- Ég ætla að næla í þig


Þú ert sá


Sem ég vil fá


Heyrið þið.
Rizzo og Kenickie sættust.


Æðislegt!


Klíkan er saman aftur.


Hvað gerum við eftir útskriftina?


Kannski sjáumst við aldrei aftur.


Það gerist aldrei.
- Hvernig veistu það?


Ég veit það bara.


Förum í fjörið


Allir í fjörið


Ekkert leiðindalíf


Allir í einu


Alveg á beinu


Það gefur lífinu lit


Við ætlum út í kvöld


Æskan á eigin öld


Allir í góðum gír


Skreppum á skólaball


Skemmtun og næturrall


Ástir og ævintýr


Við verðum saman


Það er svo gaman


Við verðum alltaf í bandi


Við verðum alltaf í bandi...